Aðal markmið félagsins er:
- að sameinast um pantanir á bývörum á betra verði erlendis frá.
Meðlimir munu svo móta hlutverk félagsins, en hugsanlega gæti fleira bæst við:
- stuttir fræðslufundir, workshop, meetups
- markaðstorg til að selja notaðar og/eða nýja bývörur
Vörulisti verður settur upp á síðunni þar sem hægt er að panta. Þegar nógu margar pantanir hafa borist til þess að fylla bretti, mun pöntunin fara fram.
Með því að skrá sig munu félagsmenn fá sendar fréttatilkynningar. Félagsgjald verður ekki rukkað fyrr en félagið er komið í fast form og þegar fyrsti pöntunarlisti er tilbúinn. Ef þú hefur áhuga, geturðu skráð þig hér fyrir neðan.
